Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fös 05. nóvember 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Upptekinn í drottningarviðtölum
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framtíð Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar Vals, er í óvissu en hann er ekki í myndinni hjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals. Hlíðarendafélagið samdi við Guy Smit, hollenska markvörðinn sem leikið hefur með Leikni undanfarin tvö ár.

Hannes hefur verið að ræða hlutina og fara yfir málin með Hlíðarendafélaginu. Það styttist í að framtíð hans skýrist.

Börkur Edvardsson, formaður Vals, var spurður að því á fréttamannafundi í gær hver staða Hannesar væri.

„Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa," svaraði Börkur og vitnaði þar í bíómyndina Leynilöggu (sem fréttamaður mælir svo sannarlega með) sem er kominn í kvikmyndahús og Hannes leikstýrir.

Reiknar Börkur með því að Hannes verði í leikmannahópi Vals næsta sumar?

„Hann er með samning við okkur og á meðan ekkert annað er í gangi þá verður hann hluti af okkar leikmannahóp. Svo geta hlutir breyst hratt í fótbolta sem og öðru," svaraði Börkur eins og góður pólitíkus.
Börkur: Risastórt fyrir íslenskan fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner