Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   sun 05. desember 2021 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Juventus vann - Íslendingalið komst í 3-0 en tapaði
Juventus vann sinn annan leik í röð þegar liðið mætti Genoa á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Juan Cuadrado kom Juventus yfir með marki beint úr hornspyrnu. Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og alveg fram á 82. mínútu. Þá skoraði Paulo Dybala annað mark Juve og innsiglaði sigurinn.

Juventus hefur heilt yfir ekki átt gott tímabil en liðið er núna í fimmta sæti, sjö stigum frá fjórða sætinu. Genoa er í 18. sæti deildarinnar.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður þegar Venezia tapaði gegn Hellas Verona í markaleik. Venezia náði 3-0 forystu í leiknum en endaði á því að tapa 3-4. Arnór Sigurðsson er frá vegna meiðsla og lék því ekki með Venezia, sem er í 16. sæti. Verona er í tíunda sæti.

Dusan Vlahovic skoraði auðvitað þegar Fiorentina lagði Bologna, Lazio hafði betur gegn Sampdoria og þá skildu Spezia og Sassuolo jöfn á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Bologna 2 - 3 Fiorentina
0-1 Youssef Maleh ('33 )
1-1 Musa Barrow ('42 )
1-2 Cristiano Biraghi ('51 )
1-3 Dusan Vlahovic ('67 , víti)
2-3 Aaron Hickey ('83 )

Juventus 2 - 0 Genoa
1-0 Juan Cuadrado ('9 )
2-0 Paulo Dybala ('82 )

Sampdoria 1 - 3 Lazio
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('7 )
0-2 Ciro Immobile ('17 )
0-3 Ciro Immobile ('37 )
1-3 Manolo Gabbiadini ('89 )
Rautt spjald: Sergej Milinkovic-Savic, Lazio ('67)

Spezia 2 - 2 Sassuolo
1-0 Rey Manaj ('35 )
2-0 Emmanuel Gyasi ('48 )
2-1 Giacomo Raspadori ('66 )
2-2 Giacomo Raspadori ('79 )

Venezia 3 - 4 Verona
1-0 Pietro Ceccaroni ('12 )
2-0 Domen Crnigoj ('19 )
3-0 Thomas Henry ('27 )
4-0 Thomas Henry ('52 , sjálfsmark)
4-1 Gianluca Caprari ('65 , víti)
4-2 Giovanni Simeone ('67 )
4-3 Giovanni Simeone ('85 )
Rautt spjald: Pietro Ceccaroni, Venezia ('63)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner