Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, fékk nýverið samningstilboð frá félaginu en hann hafnaði því.
Viðræður halda áfram en fyrsta boð stóðst ekki kröfur Van Dijk.
Viðræður halda áfram en fyrsta boð stóðst ekki kröfur Van Dijk.
David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir að Van Dijk sé búinn að fá tilboð en það sama sé ekki hægt að segja um Mohamed Salah.
„Ég bjóst við að Salah hefði fengið tilboð. Af hverju hann hefur ekki fengið tilboð hingað til, það veit ég ekki. Það er aðeins Liverpool sem getur útskýrt það," segir Ornstein.
„Kannski eru þeir að forgangsraða fyrirliða sínum, kannski er bilið á milli þess sem þeir eru reiðubúnir að bjóða Salah og þess sem hann vill slíkt að þú ferð ekki til hans með tillögu ef þú óttast að það gæti pirrað hann."
Van Dijk og Salah eru báðir lykilmenn hjá Liverpool en þeir verða samningslausir eftir leiktíðina. Það sama á við um bakvörðinn Trent Alexander-Arnold en líklegt er að hann fari til Real Madrid.
Liverpool er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stiga forskot.
Athugasemdir