Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vinnur að því að fá Cunha - Van Dijk ekki ánægður með tilboðið
Powerade
Matheus Cunha, leikmaður Wolves.
Matheus Cunha, leikmaður Wolves.
Mynd: EPA
Rodri vill fá Williams til Manchester City.
Rodri vill fá Williams til Manchester City.
Mynd: EPA
Gabriel Pec.
Gabriel Pec.
Mynd: Getty Images
Leikmaður Wolves er eftirsóttur, ýmsar fabúleringar eru í gangi um stjóramál West Ham og Rodri hvetur City til að taka upp veskið. Þetta og fleira í Powerade slúðurpakkanum.

Arsenal hefur aflað sér upplýsinga um stöðu brasilíska framherjanas Matheus Cunha (25) hjá Wolves. Frábær frammistaða leikmannsins hefur komið honum undir smásjá Man Utd, Tottenham, Newcastle, Aston Villa, AC Milan og Napoli. Úlfarnir ætla að reyna að halda honum og bjóða nýjan samning. (Caught Offside)

Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk (33) hefur fengið samningstilboð frá Liverpool en það stenst ekki væntingar hans. (Athletic)

Framtíð Julen Lopetegui stjóra West Ham hangir á bláþræði. (Sky Sports)

Edin Terzic, Roger Schmidt, Sergio Conceicao og Massimiliano Allegri - allir án félags eins og er - eru á meðal þeirra stjóra sem West Ham skoðar. (Telegraph)

Graham Potter, fyrrverandi stjóri Brighton og Chelsea, er einnig áhugaverður kostur í augum West Ham. (Times)

Fyrrum þjálfari Dana, Kasper Hjulmand, er annar sem Hamrarnir gætu leitað til ef þeir skilja við Lopetegui. (Sky Sports Þýskalandi)

Spánverjinn Rodri hefur hvatt Manchester City til að gera tilboð í landsliðsfélaga sinn Nico Williams (22), kantmann Athletic Bilbao. (Metro)

Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög fylgjast með stöðu enska varnarmannsins Harry Maguire (31) en framtíð hans hjá Manchester United er í óvissu. (Football Insider)

Getafe ætlar að reyna að fá Sergio Reguilon (27), vinstri bakvörð Spánar og Tottenham, í janúar. (Super Deporte)

Luis Enrique, stjóri Paris St-Germain, hefur ekki áhuga á sænska framherjanum Viktor Gyökeres (26) hjá Sporting Lissabon. Hann hefur verið orðaður við Manchester City og Manchester United. (Foot Mercato)

Newcastle United fylgist með Antoine Semenyo (24), kantmanni Bournemouth og Gana, og Bryan Mbeumo (25), framherja Brentford og Kamerún. (i Sport)

Arsenal og Liverpool fylgjast með Gabriel Pec (23), brasilískum kantmanni LA Galaxy. (Caught Offside)

Crystal Palace ætlar að fá ástralska framherjann Rylan Brownlie (17) á frjálsri sölu. (Football Insider)

Hull City vill ráða Ruben Selles, stjóra Reading, sem nýjan stjóra. Alex Neil og Slavisa Jokanovic eru á meðal annarra sem til greina koma. (Telegraph)

Ensk úrvalsdeildarfélög fylgjast með skoska framherjanum Daniel Cummings (18) hjá Celtic. (Mail)

Fulham og Stockport hafa áhuga á enska miðjumanninum Gabriel Schluter (16) sem hefur vakið athygli með yngri flokkum Blackpool. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner