Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur HK hafnað tilboðum frá tveimur félögum í framherjann Atla Þór Jónasson.
Kristján Óli Sigurðsson sagði í Þungavigtinni frá tilboði frá Víkingi sem HK hafnaði og Fótbolti.net hefur fengið þau tíðindi staðfest. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur annað tilboð borist í leikmanninn, frá Fram, og því var sömuleiðis hafnað.
Kristján Óli Sigurðsson sagði í Þungavigtinni frá tilboði frá Víkingi sem HK hafnaði og Fótbolti.net hefur fengið þau tíðindi staðfest. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur annað tilboð borist í leikmanninn, frá Fram, og því var sömuleiðis hafnað.
Atli Þór er 22 ára, stór og stæðilegur framherji sem gekk í raðir HK fyrir tímabilið 2023. Hann kom frá uppeldisfélagi sínu, Hamri, og hafði einungis spilað í 4. deild þar til í fyrra. Hann hefur sýnt takta með HK sem hafa heillað fleiri félög.
Hann skoraði sjö mörk í 24 deildarleikjum í sumar og áhuginn á honum minnkaði sennilega ekki við fernuna sem hann skoraði gegn Víkingi í Bose-mótinu í upphafi vikunnar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafði ÍA áhuga á Atla í sumar en Skagamenn ákváðu frekar að horfa annað í haust og sömdu við Ómar Björn Stefánson hjá Fylki. Þá hafa Valur og Vestri sýnt áhuga á Atla:
Atli er samningsbundinn HK út tímabilið 2026 en hann gerði nýjan samning við félagið í vor. HK féll úr Bestu deildinni í ár og verður í Lengjudeildinni á næsta ári.
Athugasemdir