Andoni Iraola var himinlifandi með frammistöðu lærisveina sinna í 1-0 sigri gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Bournemouth er komið upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er aðeins fimm stigum frá Englandsmeisturum Manchester City sem sitja í fjórða sæti.
„Við spiluðum frábæran leik en vorum ekki nógu góðir að ganga frá þessu í seinni hálfleik. Við fengum fullt af góðum færum og á endanum vorum við heppnir að eitt mark nægði gegn svona sterkum andstæðingum," sagði Iraola.
„Við vorum frábærir varnarlega, strákarnir stóðu sig ótrúlega vel og gáfu fá færi á sér. Andstæðingarnir sköpuðu mjög lítið og ég er virkilega ánægður. Dean (Huijsen) var frábær varnarlega og skoraði eina mark leiksins. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hans hönd. Hann er hávaxinn og hæfileikaríkur fótboltamaður og mun fá aukin tækifæri í næstu leikjum eftir að Marco (Senesi) meiddist.
„Við erum að spila í mjög erfiðri deild þar sem munurinn á því að sigra leik og tapa honum getur verið ótrúlega lítill. Það er oft bara herslumunurinn sem skilur lið að í úrvalsdeildinni. Við erum ekki að hugsa um stöðutöfluna eða stigin við höfum safnað, við erum bara að hugsa um næsta leik. Einn leik í einu."
Bournemouth spilar við Ipswich og West Ham í næstu umferðum.
„Við erum bara einbeittir að Ipswich og West Ham og eina markmiðið okkar í stigasöfnun er að gera betur heldur en í fyrra. Á síðustu leiktíð enduðum við með 48 stig og við verðum að sjá til hvar við endum næsta vor. Við höfum verið að ná í frábær úrslit á heimavelli gegn stórliðum og erum augljóslega á réttri braut."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 21 | 15 | 5 | 1 | 50 | 20 | +30 | 50 |
2 | Arsenal | 22 | 12 | 8 | 2 | 43 | 21 | +22 | 44 |
3 | Nott. Forest | 22 | 13 | 5 | 4 | 33 | 22 | +11 | 44 |
4 | Chelsea | 22 | 11 | 7 | 4 | 44 | 27 | +17 | 40 |
5 | Man City | 22 | 11 | 5 | 6 | 44 | 29 | +15 | 38 |
6 | Newcastle | 22 | 11 | 5 | 6 | 38 | 26 | +12 | 38 |
7 | Bournemouth | 22 | 10 | 7 | 5 | 36 | 26 | +10 | 37 |
8 | Aston Villa | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 34 | -1 | 36 |
9 | Brighton | 22 | 8 | 10 | 4 | 35 | 30 | +5 | 34 |
10 | Fulham | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 | 30 | +4 | 33 |
11 | Brentford | 22 | 8 | 4 | 10 | 40 | 39 | +1 | 28 |
12 | Crystal Palace | 22 | 6 | 9 | 7 | 25 | 28 | -3 | 27 |
13 | Man Utd | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 32 | -5 | 26 |
14 | West Ham | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 43 | -16 | 26 |
15 | Tottenham | 22 | 7 | 3 | 12 | 45 | 35 | +10 | 24 |
16 | Everton | 21 | 4 | 8 | 9 | 18 | 28 | -10 | 20 |
17 | Wolves | 22 | 4 | 4 | 14 | 32 | 51 | -19 | 16 |
18 | Ipswich Town | 22 | 3 | 7 | 12 | 20 | 43 | -23 | 16 |
19 | Leicester | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 48 | -25 | 14 |
20 | Southampton | 22 | 1 | 3 | 18 | 15 | 50 | -35 | 6 |
Athugasemdir