mán 06. janúar 2020 12:32
Magnús Már Einarsson
Emil ekki með landsliðinu til Bandaríkjanna
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson verður ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Kanada og El Salvador í vináttuleikjum í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum.

Emil er búinn að skrifa undir samning hjá Padova á Ítalíu en liðið er í toppbaráttu í Serie C.

Hann fer strax að æfa og spila með Padova og getur því ekki farið með landsliðinu til Bandaríkjanna.

Leikirnir gegn Kanada og El Salvador eru 15 og 19. janúar en ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga.

Reikna má með að nýr leikmaður bætist við hópinn í vikunni í fjarveru Emils.

Sjá einnig:
Áhugaverður janúarhópur - Blanda af fastamönnum og reynsluminni leikmönnum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner