Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fös 06. janúar 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Manchester United og Everton: Rashford stórkostlegur
Mynd: EPA
Marcus Rashford átti frábæran leik fyrir Manchester United í 3-1 sigri liðsins gegn Everton í Enska bikarnum í kvöld. Hann var eðlilega valinn maður leiksins af Sky Sports en hann lagði upp tvö og skoraði eitt.

David de Gea fékk lægstu einkunn í liði United en hann leit afar illa út í markinu sem Conor Coady skoraði fyrir Everton.

Demarai Gray var líflegur í liði Everton og Dominic Calvert-Lewin kom inn á af bekknum af miklum krafti en þeir fá hæstu einkunina af leikmönnum Everton.

Þeir komu að marki sem Calvert-Lewin skoraði en var dæmt af vegna rangstöðu.

Man Utd: De Gea (5), Dalot (6), Varane (7), Shaw (7), Malacia (7), Casemiro (7), Eriksen (6), Fernandes (6), Antony (7), Rashford (8), Martial (6).

Varamenn: Fred (6), Garnacho (6), Martinez (7), McTominay (6), Maguire (6).

Everton: Pickford (6), Coleman (5), Godfrey (5), Coady (6), Tarkowski (6), Mykolenko (6), Onana (6), Gana (6), Iwobi (6), Gray (7), Maupay (5).

Varamenn: Doucoure (5), Calvert-Lewin (7), Gordon (6), McNeil (6).


Athugasemdir
banner
banner
banner