Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 06. janúar 2026 15:09
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill helst fá Solskjær sem bráðabirgðastjóra
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær er efstur á blaði hjá Manchester United til að taka við sem bráðabirgðastjóri út þetta tímabil. Guardian greinir frá þessu.

Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá United, telur að Solskjær sé besti kosturinn til að klára tímabilið. Leiðtogar innan liðsins, Bruno Fernandes og Harry Maguire, eru sagðir styðja þessa hugmynd.

Solskjær er gríðarlega vinsæll hjá Manchester United og er sagður tilbúinn að skoða það að taka verkefnið að sér.

Hann er fyrrum leikmaður liðsins og tók við sem stjóri til bráðabirgða 2018 og fékk svo starfið til frambúðar. Hann var rekinn í nóvember 2021.

Solskjær er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Besiktas í ágúst en það var hans fyrsta starf síðan hann yfirgaf United.

Michael Carrick, sem er einnig án starfs, kemur líka til greina og einnig Darren Fletcher sem er bráðabirgðastjóri og mun stýra United gegn Burnley á morgun.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner