Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   fim 06. febrúar 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Elín Metta gerir nýjan þriggja ára samning við Val
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val.

„Hana þarf vart að kynna fyrir Völsurum en hún hefur leikið allan sinn feril með Val. Það er mikið ánægjuefni að Elín Metta framlengi samning sinn við félagið enda mikilvægur hlekkur í Valsliðinu," segir á heimasvæði Vals á Facebook,

Fyrsti leikur hennar í efstu deild var árið 2010 en frá þeim tíma hefur hún leikið 159 leiki fyrir Val og skorað í þeim 110 mörk. Elín Metta átti frábært tímabil í fyrra þar sem hún skoraði 16 mörk og var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Elín Metta hefur skorað 14 mörk í 46 landsleikjum fyrir Ísland en hún verður 25 ára í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner