Elín Metta Jensen (Valur)
Elín Metta Jensen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er leikmaður tímabilsins í Pepsi Max-deild kvenna hjá Fótbolta.net. Elín Metta skoraði sextán mörk í deildinni í sumar en Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hlín Eiríksdóttir gerðu slíkt hið sama.
Val Fótbolta.net var opinberað á Heimavellinum í gærvöld.
Smelltu hér til að hlusta á Heimavöllinn
„Það var ógeðslega gaman að taka þetta á heimavelli," sagði Elín Metta en Valur varð Íslandsmeistari um helgina eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferðinni. Elín Metta segir að tímabilið hafi verið það besta á ferlinum.
„Mér fannst þetta vera langskemmtilegasta tímabil sem ég hef spilað. Það var ógeðslega gaman inni á vellinum og þá nær maður því besta út úr sínum leik," sagði Elín Metta í Heimavellinum.
Elín Metta er 24 ára gömul og í námi í læknisfræði. Hún útilokar ekki að fara út í atvinnumennsku síðar. „Ég er mjög ánægð á Íslandi. Umgjörðin í Val er frábær og ég er mjög ánægð með æfingafélagana. Ég hef ákveðið að vera hér og nú og pæla ekki í framtíðinni strax. Ég útiloka samt ekkert," sagði Elín Metta.
Sjá einnig:
Úrvalslið Pepsi Max-deildar kvenna 2019
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir