Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 06. mars 2021 10:00
Enski boltinn
„Mount að verða einn besti miðjumaðurinn í deildinni"
Mason Mount fagnar marki gegn Liverpool í gær.
Mason Mount fagnar marki gegn Liverpool í gær.
Mynd: Getty Images
„Mason Mount er fyrsti maðurinn á blað hjá Chelsea," sagði Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í gær.

Mount skoraði sigurmarkið gegn Liverpool á fimmtudag en hann hefur verið í miklu stuði að undanförnu.

„Þegar liðið var að ganga í gegnum erfiða tíma hjá Frank Lampard var hann eini ljósi punkturinn í spilamennsku liðsins. Menn voru oft að halda því fram að hann væri uppáhaldið hans Lampard, sem var örugglega rétt, en hann er að bæta sig leik frá leik," sagði Jóhann.

„Hann er að gera hluti undir stjórn Tuchel sem maður sá ekki leik hans áður fyrr. Hann er að taka menn miklu meira á, hann er að spila framar á vellinum og er aggressívari. Markið hjá honum var frábært."

„Hann er lykilmaður í þessu lið og verðmætasti leikmaðurinn í dag. Þakið á honum er mjög hátt. Það sem mér þykir vænt um er að það stærsta sem hann veit um er að spila fyrir Chelsea. Eden Hazard var lengi orðaður við Real Madrid áður en hann fór þangað. Það er ekkert þannig hjá Mount. Það stærsta hjá honum er að spila fyrir Chelsea og England og hann er að því núna. Hann er hratt að verða einn besti miðjumaðurinn í þessari deild."


Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var nánar rætt um Chelsea. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Mögnuð Meistaradeildarbarátta
Athugasemdir
banner
banner