Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 06. mars 2024 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Valur á heimleið eftir tæp tvö ár í Svíþjóð
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin Nökkvason sneri aftur heim í Stjörnuna í gær á láni frá Mjällby í Svíþjóð. Núna er annar leikmaður líklega að mæta heim í Garðabæinn.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hægri bakvörðurinn Óli Valur Ómarsson að snúa aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl í Svíþjóð. Hann er leið heim til Íslands eftir að hafa verið hjá sænska félaginu Sirius frá því í júlí 2022.

Óli Valur missti af fyrri hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en í síðustu sautján leikjunum var hann ónotaður varamaður í fimmtán leikjum og kom einungis inn á í tvígang.

„Ég er ekki sáttur við hversu fá tækifæri ég fékk. Ég vil fá að spila, spilaði nánast ekki neitt á hálfu ári. Sama hvar ég er, þá vil ég alltaf fá að spila. Ég þarf að skoða mín mál hvað það varðar," sagði Óli við Fótbolta.net í nóvember síðastliðnum.

Óli er 21 árs gamall og er U21 landsliðsmaður sem á að baki sjö leiki í þeim aldursflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner