
„Þetta er svokallað "confidence boost," myndi ég segja, allavega fyrir þjóðina." sagði Hjörtur Hermannson í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Íslands á Lichtenstein 4-0 á Laugardalsvelli nú í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Liechtenstein
„Það er frábært að fá svona margar mínútur, ég fer inn í þetta mót með engar væntingar um spiltíma fyrir sjálfan mig en ég er klár þegar kallið kemur og vonandi náði ég að sýna það í dag að ég hafi eitthvað til brunns að bera, en það var ekki mikið að gera," sagði Hjörtur.
„Núna í kvöld erum við að fara hitta vini og vandamenn og vera komnir upp á hótel fyrir miðnætti, svo er bara brottför snemma í fyrramálið til Keflavíkur og þá er bara leiðin til Frakklands hafin."
Athugasemdir