Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júní 2020 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Víkingur Ó. hafði betur gegn Grindavík
Emir skoraði fyrir Ólsara.
Emir skoraði fyrir Ólsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík 3 - 2 Grindavík
Mörk Víkings Ó:
Harley Willard
Vitor Vieira Thomas
Emir Dokara
Mörk Grindavíkur
Hilmar McShane
Guðmundur Magnússon

Víkingur Ólafsvík mætti Grindavík í fjörugum æfingaleik í dag, viku fyrir upphaf Íslandsmótsins.

Liðin munu mæta hvoru öðru að minnsta kosti tvisvar sinnum yfir næstu mánuði þar sem bæði lið leika í Lengjudeildinni í ár eftir að Grindavík féll úr Pepsi Max-deildinni.

Ólsarar höfðu betur í dag þar sem Harley Willard, Vitor Vieira Thomas og Emir Dokara sáu um markaskorunina.

Grindvíkingar stóðu þó í Víkingi og skoruðu tvö mörk í leiknum. Hilmar McShane gerði eitt og Guðmundur Magnússon eitt.

Fyrri leikur Ólsara og Grindvíkinga fer fram þriðjudag eftir verslunarmannahelgi í Ólafsvík. Seinni leikurinn er settur á 23. september í Grindavík.




Athugasemdir
banner
banner
banner