Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   lau 06. júní 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 11. sæti
Leiknir Fáskrúðsfirði vann 2. deildina síðasta sumar. Afrek sem kom mikið á óvart.
Leiknir Fáskrúðsfirði vann 2. deildina síðasta sumar. Afrek sem kom mikið á óvart.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Markvarðarþjálfarinn Amir Mehica og Brynjar Skúlason.
Markvarðarþjálfarinn Amir Mehica og Brynjar Skúlason.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Titlinum fagnað í fyrra.
Titlinum fagnað í fyrra.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Leiknir spilar inn í Fjarðabyggðarhöllinni þar sem verið var að leggja nýtt gervigras.
Leiknir spilar inn í Fjarðabyggðarhöllinni þar sem verið var að leggja nýtt gervigras.
Mynd: Björgvin Karl
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

11. Leiknir F.
Lokastaða í fyrra: Leiknismenn komu öllum á óvart í fyrra, nema kannski sjálfum sér. Þeim var spáð falli í 2. deild fyrir mót en sýndu flotta takta og unnu deildina. Annað sumarið í röð er þeim spáð falli, en hvað gera þeir núna í deild fyrir ofan?

Þjálfarinn: Brynjar Skúlason tók við Leiknismönnum fyrir síðasta tímabil eftir að hafa þjálfað Huginn þar áður um dágóða stund. Hann kom Hugin meðal annars upp í næst efstu deild árið 2015. Brynjar hefur sannað það að hann er virkilega fær í því sem hann gerir og það verður gaman að sjá hvort að hann nái að halda Leikni uppi í sumar.

Álit sérfræðings
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Úlfur gefur sitt álit á Fáskrúðsfirðingum.

„Helsti styrkleikur Leiknismanna á síðasta ári var varnarleikurinn. Þeir voru með tvo feykilega sterka hafsenta í Devin Morgan og Arkadiusz Grzelak og svo Bergstein í markinu. Leiknismenn fengu bara á sig 22 mörk á síðasta ári sem er ansi gott. Það að tveir af þessum þremur leikmönnum eru áfram hjá þeim í ár veitir þeim styrk og góðan grunn að byggja á. Leiknismenn eru feykilega vel skipulagðir undir stjórn Brynjars og allir með á hreinu hvert þeirra hlutverk er. Heimavöllurinn er mikil gryfja, Leiknismenn töpuðu ekki leik í höllinni í fyrra og verður erfitt fyrir liðin í deildinni að mæta austur og sækja sér auðveld stig. Það er mikið af heimastrákum og stemmning í Leikni sem er mikill styrkleiki og það að Björgvin Stefán sé kominn til baka ætti að kveikja enn frekar í hópnum og öllum í kringum liðið."

„Það eru sterkir póstar farnir frá því á síðsta ári og spurning hversu auðvelt verður að leysa það. Sóknarleikurinn verður stórt spurningamerki, þeir eru búnir að missa tvo af sínu sterkustu mönnum í Daniel Garcia Blanco og Izaro Abela Sanchez sem voru allt í öllu sóknarlega fyrir þá á síðasta tímabili. Leiknismönnum hefur gengið illa á útivöllum í gegnum tíðina en síðasta tímabil var sennilega með þeim betri í langan tíma, þeir þurfa að ná úrslitum þar líka ef vel á að vera."

Lykilmenn: Arkadiusz Grzelak, Bergsteinn Magnússon, Unnar Ari Hansson.

Gaman að fylgjast með: Ásgeir Páll Magnússon hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sama má segja um Sæþór Ívan. Tveir ungir og efnilegir knattspyrnumenn sem gaman verður að sjá spreyta sig í Lengjudeildinni. Það má ekki gleyma Björgvini Stefáni Péturssyni sem er að koma baka í uppeldisfélagið og áhugavert að sjá hvernig hann mun passa inn í liðið. Hann er búinn að vera mikið meiddur og spurning hvernig hann kemur undan vetri.

Komnir:
Björgvin Stefán Pétursson frá ÍR
Danny El-Hage frá Lori Vana­dzor
Jesús „Chechu“ Meneses frá Compostela
Jesús Suarez frá Spáni
Sal­ko Jazvin frá Bosníu
Stefán Ómar Magnússon frá ÍA

Farnir:
Bergsveinn Ás Hafliðason hættur
Blazo Lalevic hættur
Daníel Garcia Blanco til Spánar
Devin Bye Morgan
Guðjón Rafn Steinsson hættur
Hlynur Bjarnason hættur
Izaro Arbella Sanchez til Þórs
Tadas Jocys

Fyrstu þrír leikir Leiknis F:
20. júní, Fram - Leiknir F. (Framvöllur)
28. júní, Leiknir F. - Þór (Fjarðabyggðarhöllin)
3. júní, Magni - Leiknir F. (Grenivíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner