Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 05. júní 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 12. sæti
Magnamönnum er spáð neðsta sæti í Lengjudeildinni annað árið í röð.
Magnamönnum er spáð neðsta sæti í Lengjudeildinni annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Þór Steingrímsson er þjálfari Magna.
Sveinn Þór Steingrímsson er þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gauti Gautason.
Gauti Gautason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Þór Rósbergsson gegnir enn mikilvægara hlutverki eftir að Gunnar Örvar Stefánsson fór til KA.
Kristinn Þór Rósbergsson gegnir enn mikilvægara hlutverki eftir að Gunnar Örvar Stefánsson fór til KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Grenivíkurvelli.
Frá Grenivíkurvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Magni 34 stig

12. Magni
Lokastaða í fyrra: Eftir brösugt gengi framan af náði Magni að lokum að enda í níunda sæti og tryggja sér þannig áframhaldandi veru í næst efstu deild annað tímabilið í röð. Magni er núna að fara inn í sitt þriðja tímabil í það sem nú heitir Lengjudeildin.

Þjálfarinn: Sveinn Þór Steingrímsson tók við Magna af Páli Viðari Gíslasyni um verslunarmannahelgi á síðasta ári eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari KA framan af sumri. Sveinn gerði vel; hann tók við liðinu í botnsæti og bjargaði þeim frá falli. Núna er Sveinn að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil með Grenivíkurliðið.

Álit sérfræðings
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Rafn Markús gefur sitt álit á Magna.

„Heimavöllurinn hefur gefið Magna 28 stig af 42 stigum félagsins í 1. deildinni síðustu tvö ár. Umgjörðin í kringnum völlinn á Grenivík hefut tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Það er mikill styrkleiki hversu vel er haldið utan um félagið, þar sem ástríða þeirra sem stjórna félaginu er mikil og allir nærsveitungar virðast vera tilbúnir til að gera sitt til að halda ævintýrinu í deildinni gangandi. Svenni Steingríms kom mjög sterkur inn sem þjálfari liðsins á síðasta tímabili og hélt liðinu uppi með 13 stigum í síðustu sjö leikjunum."

„Miklar breytingar eru á liðinu frá síðasta tímabili þar sem m.a. fyrirliðanir Sveinn Óli Birgisson og Arnar Geir Halldórsson verða ekki með liðinu, auk þess sem leikmenn eins og Gunnar Örvar, Guðni Sigþórs, Ívar Sigurbjörns, Lars Óli Jessen og Ólafur Aron horfnir á braut. Það er stórt spuringamerki hvernig Svenna og Baldvini muni takast að púsla saman samkeppnishæfu liði saman. Kjarni leikmanna er ekki lengur til staðar sem gerir verkefnið enn flóknara fyrir Magnamenn. Markmaðurinn Steinþór Már Auðunsson sem hefur verið duglegur að flakka um norðurlandið á sínum ferli er að byrja sitt þriðja tímabil með Magna. Spurning hversu öflugur hann verður fyrir Magna í sumar. Magni verður að treysta á að markvarslan verði góð og auk þess að lykilmenn haldist heilir og verði upp á sitt besta, annars er hætta á að spáin rætist."

Lykilmenn: Gauti Gautason, Kristinn Þór Rósbergsson og Louis Aaron Wardle.

Gaman að fylgjast með: Alexander Ívan Bjarnason, 22 ára leikmaður sem kom frá Þór fyrir tímabilið. Hann spilaði ungur sinn fyrsta leik með meistaraflokki Þórs í Pepsi deildinni en hefur fengið takmarkaðan spilatíma síðustu tímabil. Hann gæti tekið stórt skref á sínum ferli með Magna. Einnig verður fróðlegt að sjá hvernig nýjasti leikmaður Magna, Englendingurinn Kairo Edwards-John kemur til með að hjálpa Magnamönnum. Kantmaður/framherji sem kemur úr unglingaliðum Leicester City og á leik með U16 landsliði Englands.

Komnir:
Alexander Ívan Bjarnason frá Þór
Ágúst Þór Brynjarsson frá Þór
Baldvin Ólafsson frá KA
Björn Andri Ingólfsson frá Einherja (var á láni)
Fannar Örn Kolbeinsson frá Tindastóli
Frosti Brynjólfsson frá KA
Helgi Snær Agnarsson frá Fjölni (lán)
Hafsteinn Ingi Magnússon frá Tindastóli (var á láni)
Hjörvar Sigurgeirsson frá KA
Kairo John frá Englandi
Rúnar Þór Brynjarsson frá Völsungi
Steingrímur Ingi Gunnarsson frá Noregi
Tómas Veigar Eiríksson frá KA (lán)
Tómas Örn Arnarson frá Þór (á láni)

Farnir:
Angantýr Máni Gautason í KA (var á láni)
Arnar Geir Halldórsson hættur
Aron Elí Gíslason í KA (var á láni)
Áki Sölvason í KA (var á láni)
Bergvin Jóhannsson í Þór
Guðni Sigþórsson í Þór (var á láni)
Gunnar Örvar Stefánsson í KA
Ívar Sigurbjörnsson hættur
Jordan William Blinco til Englands
Kian Williams í Keflavík
Lars Óli Jessen í Kórdrengi
Ólafur Aron Pétursson í KA (var á láni)
Sveinn Óli Birgisson í Þór

Fyrstu þrír leikir Magna:
20. júní, ÍBV - Magni (Hásteinsvöllur)
28. júní, Magni - Fram (Grenivíkurvöllur)
3. júlí, Magni - Leiknir F. (Grenivíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner