Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. júlí 2022 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Barcelona ítrekar að hann vilji ekki selja De Jong
Joan Laporta, forseti Barcelona
Joan Laporta, forseti Barcelona
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, ítrekaði það á blaðamannafundi í dag að hann vilji ekki selja hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá félaginu í sumar.

Enska félagið Manchester United hefur síðustu vikur verið í viðræðum við Barcelona um kaup á De Jong, en spænska félagið hefur hingað til verið opið fyrir því að selja hann fyrir 73 milljónir punda.

Hollendingurinn hefur engan áhuga á því að yfirgefa Barcelona og segir það alltaf hafa verið drauminn að spila á Nou Camp.

Laporta sagði frá því á dögunum að Barcelona ætlaði sér ekki að selja hann og ítrekaði hann það á blaðamannafundi í dag.

„Frenkie de Jong er leikmaður Barcelona. Við viljum alls ekki selja hann, nema við virkilega þurfum þess."

„Auðvitað vitum við af tilboðum í hann en við viljum ekki selja hann,"
sagði Laporta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner