Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. ágúst 2020 09:25
Elvar Geir Magnússon
Alexis Sanchez til Inter á frjálsri sölu (Staðfest)
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Sílemaðurinn Alexis Sanchez hefur formlega yfirgefið Manchester United og gengið í raðir Inter.

Sanchez, sem er 31 árs, var ekki í myndinni hjá Manchester United sem hleypti honum til Inter á frjálsri sölu.

Inter þarf því ekki að borga fyrir kaupin á leikmanninum en hann er hinsvegar á ansi háum launum. Samningur hans við Inter er til sumarsins 2023.

Sjá einnig:
Conte um Sanchez: Góð ákvörðun hjá félaginu
Scholes ánægður að sjá Sanchez yfirgefa Man Utd
Solskjær um Sanchez: Óska honum alls hins besta

Sanchez var á láni hjá Inter frá Manchester United á leiktíðinni en lánssamningurinn rann út á dögunum. Sanchez átti tvö ár eftir af samningnum hjá United en talið er að það hefði kostað United 60 milljónir punda að halda honum næstu tvö árin.

Miklar vonir voru bundnar við Sanchez þegar hann var fenginn til félagsins og boginn var spenntur hátt en hann náði aldrei að finna sig almennilega á Old Trafford.

Inter er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar og Sanchez verður með í því verkefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner