Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. ágúst 2022 17:15
Aksentije Milisic
West Ham bauð Lingard góðan samning - „Ákvörðun hans kom á óvart"
Mynd: Nottingham Forest

David Moyes, stjóri West Ham, viðurkennir að hann var hissa þegar Jesse Lingard valdi Nottingham Forest fram yfir West Ham.


Lingard, sem var fáanlegur á frjálsri sölu, lék á láni hjá West Ham fyrir tveimur tímabilum síðan og þar stóð hann sig mjög vel.

Þessi 29 ára gamli leikmaður skoraði þá níu mörk í 16 leikjum og hjálpaði Hömrunum að ná Evrópudeildarsæti. Þá komst hann aftur í enska landsliðshópinn.

Lingard gat aftur farið til West Ham í sumar en hann hafnaði því og ákvað í staðinn að skrifa undir eins árs samning við nýliðana í Nottingham Forest.

„Ég var hissa. Ég helt að Jesse myndi koma til okkar og ég veit að félagið bauð honum mjög góðan samning," sagði Moyes.

„Þú getur ekki sagt að David Sullivan og félagar hafi ekki reynt allt til þess að fá Jesse. Þeir gerðu það svo sannarlega.

„Félagið hefur reynt á fá marga leikmenn en vegna margra mismunandi ástæðna þá hefur það ekki gengið upp."

Moyes hefur eytt tæpum 100 milljónum punda í Alphonse Areola, Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Flynn Downes og Maxwel Cornet en hann er ekki ennþá sáttur.


Enski boltinn - Bergmann bræður rýna í Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner