Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 06. september 2021 12:37
Fótbolti.net
„Væri til í að sjá hann velja Diljá Ýr í landsliðshópinn"
Icelandair
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: BK Häcken
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Getty Images
Framundan er fyrsti leikurinn í undankeppni HM.
Framundan er fyrsti leikurinn í undankeppni HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur kvenna fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM - gegn Hollandi - verður tilkynntur í dag.

Það var landsliðsumræða í síðasta þætti af Heimavellinum. Þar var rætt um það hvaða leikmenn væru að gera tilkall í landsliðshópinn.

„Ég væri til í að sjá hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) velja Diljá Ýr Zomers í landsliðshópinn," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Heimavellinum.

„Er hún ekki búin að spila fyrir því?" spurði Mist Rúnarsdóttir. „Hún er klárlega búin að því," svaraði fótboltaþjálfarinn Aníta Lísa Svansdóttir.

„Þessi saga hennar í Svíþjóð er mögnuð. Mér finnst það hljóma þannig að hún fær einhvers konar áheyrnarprufu hjá Häcken. Hún heillar fólk og fær samning. Hún er örugglega búin að sokka marga með frammistöðu sinni; hún hefur verið geggjuð."

Diljá er 19 ára gömul og spilar framarlega á vellinum. Á þessu tímabili hefur hún skorað sex mörk í 13 leikjum í deild og bikar í einu besta liði Svíþjóðar.

Amanda í Noregi frekar en Íslandi
Guðmundur nefndi einnig Amöndu Andradóttur, 17 ára gamlan leikmann Vålerenga í Noregi. Amanda getur valið á milli Íslands og Noregs en hún er núna í U19 landsliði Noregs frekar en því íslenska.

„Ég væri til í að sjá Amöndu í hópnum. Hún er ekki búin að spila rosalega mikið þar sem hún hefur verið að glíma við einhver meiðsli. En ég vil bara sjá KSÍ sýna áhuga á að fá hana í landsliðshópana. Ég hef eitthvað heyrt um að það hafi verið að hringja í hana," sagði Guðmundur.

„Hún á allavega að vera í landsliðinu," sagði Aníta Lísa og átti þar annað hvort við A-landsliðið eða U19 landsliðið.

„Þú ert ekkert að spila í meistaraliðinu í Noregi ef þú getur ekkert í fótbolta. Það þarf að sýna henni að við höfum áhuga svo hún fari ekki að velja Norðmennina."

„Við vonum að Ingibjörg (Sigurðardóttir) sé enn dugleg að fara yfir málin með henni," sagði Mist en Amanda og Ingibjörg eru samherjar í Vålerenga.

Sjá einnig:
Amanda með stórglæsilegt mark - Ísland að missa af henni?
Heimavöllurinn: Dauðafæri á Kópavogsvelli, Miedema mætir og miðvarðamergð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner