mán 09. nóvember 2020 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið ársins og bestu menn í 2. deild 2020
Hrvoje Tokic var markahæstur í deildinni.
Hrvoje Tokic var markahæstur í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron Antonsson, sá efnilegasti.
Þorsteinn Aron Antonsson, sá efnilegasti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ársins í 2. deild.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ársins í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson kom til greina bæði sem varnarmaður og miðjumaður.
Einar Orri Einarsson kom til greina bæði sem varnarmaður og miðjumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason skoraði fimmtán mörk í sumar.
Albert Brynjar Ingason skoraði fimmtán mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Leó Ásgeirsson var frábær í liði Hauka.
Tómas Leó Ásgeirsson var frábær í liði Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tímabilinu lauk síðasta föstudag þegar Íslandsmótinu var slaufað vegna þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins. Þá voru tvær umferðir eftir af mótinu. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2020
Andri Þór Grétarsson (Kórdrengir)

Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir
Marc McAusland (Njarðvík)
Andy Pew (Þróttur Vogum)
Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)

Einar Orri Einarsson (Kórdrengir)
Kenan Turudija (Selfoss)
Kenneth Hogg (Njarðvík)

Tómas Leó Ásgeirsson (Haukar)
Albert Brynjar Ingason (Kórdrengir)
Hrvoje Tokic (Selfoss)

Varamannabekkur:
Dino Hodzic (Kári)
Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
Ásgeir Frank Ásgeirsson (Kórdrengir)
Alexander Helgason (Þróttur Vogum)
Daníel Gylfason (Kórdrengir)
Danijel Majkic (Selfoss)

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Rafal Stefán Daníelsson (Þróttur V.), Stefán Þór Ágústsson (Selfoss), Milos Peric (Fjarðabyggð).
Varnarmenn: Einar Logi Einarsson (Kári), Mikael Hrafn Helgason (Kári), Aron Freyr Róbertsson (Haukar), Faouzi Taieb Benebbas (Fjarðabyggð), Hubert Rafal Kotus (Þróttur V.), Joel Antonio Cunningham (Fjarðabyggð), Kári Daníel Alexandersson (Njarðvík), Jökull Hermannsson (Selfoss), Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss), Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss), Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir), Þormar Elvarsson (Selfoss).
Miðjumenn: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir), Magnús Þórir Matthíasson (Kórdrengir), Viktor Örn Guðmundsson (ÍR), Bessi Jóhannsson (Njarðvík), Sigurður Gísli Snorrason (Þróttur V.), Arnar Logi Sveinsson (Selfoss), Emanuel Nikpalj (KF), Jose Antonio Fernandez Martinez (Fjarðabyggð), Jón Óskar Sigurðsson (KF), Grétar Áki Bergsson (KF), Jordan Damachoua (Kórdrengir), Lazar Cordasic (Fjarðabyggð), Þórður Jón Jóhannesson (Haukar), Andri Már Hermansson (Þróttur V.), Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss), Jón Vilhelm Ákason (Kári)
Sóknarmenn: Oumar Diouck (KF), Theodore Sachem Wilson III (KF), Nikola Dejan Djuric (Haukar), Ruben Lozano Ibancos (Fjarðabyggð), Andri Júlíusson (Kári), Andri Jónasson (Þróttur V.).



Þjálfari ársins: Hermann Hreiðarsson - Þróttur Vogum
Hermann stýrði liði Þróttara í sextán leikjum í sumar. Liðið vann inn 36 stig af 48 mögulegum. Ellefu sigrar, þrjú jafntefli og tvö töp. Hemmi tók við liðinu þegar Binni Gests þurfti að taka sér leyfi frá störfum. Þrótti var spáð fimmta sæti fyrir mót en liðið endaði tveimur stigum frá 2. sætinu. Í síðustu sextán leikjum fékk liðið jafnmörg stig og topplið Kórdrengja.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Davíð Smári Lamude & Andri Steinn Birgisson (Kórdrengir), Dean Martin (Selfoss), Igor Bjarni Kostic (Haukar), Mikael Nikulásson (Njarðvík), Slobodan Milisic (KF).

Leikmaður ársins: Hrvoje Tokic - Selfoss
Sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic átti mjög gott sumar með Selfyssingum sem enduðu í 2. sæti deildarinnar. Tokic skoraði fimmtán mörk í fimmtán leikjum í sumar og endaði markahæstur í deildinni. Hann var einnig markahæstur á síðustu leiktíð. Tokic var valinn leikmaður umferðarinnar í fyrstu umferðinni fyrir stórleik sinn í Akraneshöllinni. Tokic skoraði tæplega 42% marka Selfoss í deildinni (15/36).
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Albert Brynjar Ingason (Kórdrengir), Kenneth Hogg (Njarðvík), Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss), Einar Orri Einarsson (Kórdrengir), Alexander Helgason (Þróttur V.), Daníel Gylfason (Kórdrengir), Nikola Dejan Djuric (Haukar), Kenan Turudija (Selfoss), Danijel Majkic (Selfoss), Tómas Leó Ásgeirsson (Haukar).

Efnilegastur: Þorsteinn Aron Antonsson - Selfoss
Hinn 16 ára gamli Þorsteinn lék í 1. umferð sinn fyrsta deildarleik með Selfossi og var fastamaður í liði Selfoss. Hann lék fjórtán leiki og skoraði tvö mörk áður en hann gekk í raðir Fulham nú í haust. Þorsteinn er miðvörður sem gæti átt eftir að ná mjög langt í framtíðinni. Hann vann kjörið með talsverðum yfirburðum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Kári Daníel Alexandersson (Njarðvík), Tómas Leó Ásgeirsson (Haukar), Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss), Nikola Dejan Djuric (Haukar), Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir).


Molar:
- Albert Brynjar var í öðru sæti í valinu á leikmanni ársins.

- Albert Brynjar og Tokic fengu flest atkvæði í lið ársins. Hákon Ingi kom næst á eftir þeim.

- Davíð Smári og Andri Steinn voru í öðru sæti í þjálfari ársins.

- Leikmenn úr efstu fimm liðum deildarinnar eiga fulltrúa í liði ársins.

- Turudija og Tokic eru í liðinu annað árið í röð. Þór Llorens var í liðinu í fyrra og er á bekknum núna. Hákon Ingi var á bekknum í fyrra, þá sem leikmaður Vestra.

- Ellefu leikmenn Kórdrengja og Selfoss fengu atkvæði í liði ársins. Þau lið fóru upp um deild.

- Leikmenn úr efstu níu liðum deildarinnar fengu atkvæði í liðið.

- Tómas Leó, Oumar, Nikola og Andri Júlíusson fengu greitt atkvæði bæði sem miðjumenn og sóknarmenn. Einar Orri, Guðmundur Tyrfings og Ásgeir Frank bæði sem varnarmenn og miðjumenn.

- Alls fengu 56 leikmenn atkvæði í lið ársins. 19 þeirra (34%) koma erlendis frá (Pew meðtalinn).

- Kári Daníel var í öðru sæti kjörinu um efnilegasta leikmann deildarinnar.

- Þjálfarar efstu sex liðanna fengu allir tilnefningu sem þjálfari ársins.

- Fyrstur inn af bekknum: Danijel Majkic var næst því að komast í byrjunarliðið.

- Næsti sóknarmaður inn á varmannabekkinn fékk tvö atkvæði sem útskýrir varnarsinnaðan bekk.
Athugasemdir
banner
banner
banner