Albert mætti fyrir landsrétt í gærmorgun og hefur því verið á landinu undanfarna daga. Hann er leikmaður ítalska félagsins Fiorentina, sem mætir Mainz í kvöld í Sambandsdeild Evrópu, en Albert verður ekki með í þeim leik.
Samkvæmt ítalska miðlinum Laviola flýgur Albert aftur til Ítalíu í kvöld og verður klár í fallbaráttuslag gegn sínum gömlu félögum í Genoa um helgina.
Fiorentina hefur átt sögulega lélega byrjun á tímabilinu og er liðið án sigurs eftir tíu leiki í ítölsku úrvalsdeildinni. Stefano Pioli var nýverið látinn fara úr starfi þjálfara liðsins eftir vonbrigði síðustu vikna. Albert hefur sjálfur spilað átta leiki með liðinu í deild og komið að tveimur mörkum.
Hann er lykilmaður í landsliði Íslands en það mætir Aserbaídsjan og Úkraínu í lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í komandi verkefni.
Ísland spilar gegn Aserbaísjan í Bakú fimmtudaginn 13. nóvember og gegn Úkraínu í Varsjá sunnudaginn 16. nóvember.

