Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Eva Ýr í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir hefur samið við Aftureldingu til tveggja næstu ára.

Eva Ýr fer yfir til Mosfellsbæjar eftir að hafa verið lykilmaður hjá ÍR undanfarin þrjú ár. Þar áður varði hún mark Fylkis í Pepsi-deildinni.

Eva er fædd 1996 og á 66 leiki að baki í meistaraflokki, þar af 22 í efstu deild. Hún á einn leik að baki með U17 ára landsliði Íslands.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna nýjasta leikmann Aftureldingar, markvörðinn öfluga Evu Ýr Helgadóttur," segir í yfirlýsingu frá Aftureldingu.

„Eva Ýr er 23 ára markvörður og hefur sannað sig sem einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin tvö ár. Hún er mikill liðstyrkur fyrir félagið og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í Mosfellsbæinn!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner