Númi Kárason er genginn til liðs við Magna og mun taka slaginn með liðinu í 3. deildinni næsta sumar.
Númi er 26 ára en hann kemur frá Dalvík/Reyni. Hann er uppalinn í Þór en lék áður með Magna sumarið 2016. Hann lék þá 16 leiki í 2. deildinni og skoraði eitt mark. Hann lék tvo leiki í bikarnum og skoraði tvö mörk.
Steinar Logi Þórðarson framlengdi þá samning sinn við liðið en hann gekk til liðs við Magna um mitt síðasta sumar frá Dalvík/Reyni og spilaði tíu leiki.
Steinar Logi er þrítugur og er einnig uppalinn í Þór en gekk til liðs við Dalvík/Reyni árið 2013 og var fastamaður í liðinu allt til ársins 2023.
Athugasemdir