Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2021 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barton um víti Salah: Verið að eyðileggja leikinn með þessu rugli
Mynd: Getty Images
Manchester City leiðir 3-1 gegn Liverpool og er að koma sér í þægilega stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool jafnaði metin í 1-1 og var það Mohamed Salah sem skoraði markið af vítapunktinum.

Salah nældi sjálfur í vítaspyrnuna. Hann féll í teignum þegar Ruben Dias hélt í hann.

Joey Barton, fyrrum leikmaður Manchester City, liggur ekki á skoðunum sínum. Hann var ósáttur við dóminn.

„Salah finnur fyrir snertingunni, hann sér að John Stones er til staðar og hendir sér í jörðina. Það eru of margar ódýrar vítaspyrnur í leiknum nú til dags. Það er verið að eyðileggja leikinn með þessu rugli. Þetta á að vera leikur með snertingum," skrifaði Barton á Twitter.

Með því að smella hérna má sjá myndband af vítaspyrnudómnum og markinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner