Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   sun 07. febrúar 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bruno bálreiður í leikslok - Með skot á varnarlínuna?
Bruno Fernandes var allt annað en sáttur í leikslok þegar hann var tekinn í viðtal eftir leik Manchester United og Everton. Leikurinn endaði 3-3 eftir að Everton jafnaði eftir að uppgefinn uppbótartími var útrunninn.

Everton fékk aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi United og náði Dominic Calvert-Lewin að koma boltanum í netið eftir hana.

„Mér fannst við gefa úrslitin frá okkur, við gáfum leikinn frá okkur í tvígang," sagði Bruno.

„Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og komum svona illa til leiks í seinni, það er mjög slæmt. Við fáum á okkur mörk í hverjum leik, við fáum á okkur of mörg mörk á heimavelli."

„Of mörg slæm úrslit á heimavelli, þetta á ekki að vera hægt. Við verðum að vinna þennan leik eftir að komast í 2-0. Það skiptir ekki máli hvernig, við fáum á okkur tvö mörk og við bætum við einu í viðbót. Það er ómögulegt að fá á okkur enn eitt markið, úr aukaspyrnu við miðlínu. Þetta er ekki ásættanlegt."


Bruno var spurður hvort að United hafi mögulega haldið að sigurinn væri unninn áður en Everton jafnaði. „Mögulega er það vandamálið, ég veit það ekki. Ég fann ekki þá tilfinningu en veit ekki hvað liðsfélagarnir fundu en það má ekki hugsa þannig áður en leiknum er lokið."

Manchester United mætir West Ham í ensku bikarkeppninni á þriðjudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner