Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Arnór pirraður út í Blackburn: Svo fær maður þetta í and­litið
Arnór kom til Blackburn frá CSKA sumarið 2023.
Arnór kom til Blackburn frá CSKA sumarið 2023.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því í dag að Arnór Sigurðsson væri ekki hluti af leikmannahópi Blackburn fyrir seinni hluta tímabilsins í ensku Championship-deildinni.

Þjálfari liðsins, John Eustace, sagði að ástæðan fyrir því væri sú að Arnór væri meiddur og það vantaði pláss til að skrá leikmenn sem voru fengnir inn í janúar. Arnór hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en hann rennur út á samningi í sumar.

Arnór ræddi við Vísi um tíðindi dagsins og er skýrt að hann er mjög pirraður á þessari niðurstöðu.

„Þetta kom mér virki­lega á óvart. Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrif­stofu og mér til­kynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig," segir Arnór við Vísi.

Honum finnst nálgun Blackburn óheiðarleg. „Bíða eftir að félag­skipta­glugginn lokar og til­kynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögu­lega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tíma­bilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endur­semja."

Hann segir að þjálfarinn og forráðamenn félagsins hefðu áður sagt við sig hversu mikilvægur hann yrði liðinu fyrir síðustu leikina í baráttunni um sæti í umspilinu fyrir úrvalsdeildina. „Að ég gæti gert gæfu­muninn. En svo fær maður þetta í and­litið."

Arnór einbeitir sér nú að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hann horfir í landsliðsverkefnið í mars.

„Það eru ein­hverjir félags­skipta­gluggar opnir en það er bara eitt­hvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum," segir Arnór.

Viðtalið í heild má nálgast með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner