Heimild: Vísir
Greint var frá því í dag að Arnór Sigurðsson væri ekki hluti af leikmannahópi Blackburn fyrir seinni hluta tímabilsins í ensku Championship-deildinni.
Þjálfari liðsins, John Eustace, sagði að ástæðan fyrir því væri sú að Arnór væri meiddur og það vantaði pláss til að skrá leikmenn sem voru fengnir inn í janúar. Arnór hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en hann rennur út á samningi í sumar.
Arnór ræddi við Vísi um tíðindi dagsins og er skýrt að hann er mjög pirraður á þessari niðurstöðu.
Þjálfari liðsins, John Eustace, sagði að ástæðan fyrir því væri sú að Arnór væri meiddur og það vantaði pláss til að skrá leikmenn sem voru fengnir inn í janúar. Arnór hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en hann rennur út á samningi í sumar.
Arnór ræddi við Vísi um tíðindi dagsins og er skýrt að hann er mjög pirraður á þessari niðurstöðu.
„Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig," segir Arnór við Vísi.
Honum finnst nálgun Blackburn óheiðarleg. „Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja."
Hann segir að þjálfarinn og forráðamenn félagsins hefðu áður sagt við sig hversu mikilvægur hann yrði liðinu fyrir síðustu leikina í baráttunni um sæti í umspilinu fyrir úrvalsdeildina. „Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið."
Arnór einbeitir sér nú að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hann horfir í landsliðsverkefnið í mars.
„Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum," segir Arnór.
Viðtalið í heild má nálgast með því að smella hér
Athugasemdir