Luis Enrique, stjóri PSG, hefur engar áhyggjur af því að það séu engar risastjörnur í liðinu í ár.
Undanfarin ár hafa leikmenn á borð við Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe verið á mála hjá félaginu og liðinu hefur ekki tekist að sanna að það sé besta lið Evrópu.
Liðið er með þónokkra yfirburði í deildinni, með tíu stiga forskot, 54 mörk skoruð og 19 fengin á sig í 20 leikjum. PSG lenti þó í vandræðum í Meistaradeildinni en fór langt með að tryggja sig áfram með sterkum sigri á Man City.
Mbappe yfirgaf liðið síðasta sumar og gekk til liðs við Real Madrid, Enrique hafði aldrei áhyggjur af brotthvarfi leikmannsins.
„Ég var hugrakkur í fyrra að segja að við yrðum betri varnar og sóknarlega. Ég er alltaf að segja það og tölurnar sanna það. Það vildu allir halda Kylian en liðið er að svara vel, spilar virkilega vel. Ég vil að fleiri skori mörk, liðið þroskast og dafnar," sagði Enrique.
Athugasemdir