Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   sun 07. mars 2021 11:04
Aksentije Milisic
Byrjunarlið WBA og Newcastle: Ryan Fraser fær sénsinn í dag
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 12 en þá mætast WBA og Newcastle í fallbaráttuslag.

WBA er í næst neðsta sæti deildarinnar, níu stigum á eftir Newcastle sem situr í sautjánda sætinu. Newcastle á þó einn leik til góða á WBA. Því er nokkuð ljóst að ekkert annað en sigur er í boði fyrir Sam Allardyce og lærisveina hans.

WBA tapaði síðasta leik sínum í deildinni en það var gegn Everton. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Wolves í síðustu umferð.

Sam Allardyce, stjóri WBA, gerir enga breytingu frá leiknum gegn Everton. Hann treystir á sömu ellefu og byrjuðu þann leik.

Steve Bruce gerir þrjár breytingar á byrjunarliðið sínu. Paul Dummet, Ryan Fraser og Jeff Hendrick koma inn í byrjunarliðið hjá Newcastle.

WBA: Johnstone, Furlong, O'Shea, Bartley, Townsend, Yokuslu, Gallagher, Maitland-Niles, Phillips, Diagne, Pereira

Newcastle: Dubravka, Krafth, Lascelles, Clark, Dummet, Hayden, Shelvey, Willock, Hendrick, Fraser, Joelinton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner