Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 07. maí 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Kom foreldralaus á flóttamannabát til Ítalíu - Spilaði gegn Man Utd í gær
Ebrima Darboe kom af bekknum hjá Roma í leik gegn Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Þessi 19 ára leikmaður er frá Gambíu en hann kom til Ítalíu fyrir fimm árum á flóttamannabát og var án foreldra sinna.

Hann fór í gegnum sérstakt kerfi fyrir flóttamenn og var skipaður félagsráðgjafi. Fjölskylda sem er nálægt Róm tók hann svo að sér og hann uppgötvaði ást sína á fótbolta.

Darboe hefur farið í gegnum yngri lið Roma og lék sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni í síðustu viku.

Darboe leikur sem varnartengiliður.
Athugasemdir