Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 07. júní 2021 22:35
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Þýðir lítið fyrir okkur að vera tala um það
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur mættust í toppslag á Origovellinum á Hlíðarenda í kvöld og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli en Valsmenn fengu á sig jöfnunarmark á 95 mínútu þegar Nikolaj Hansen skoraði.

„Ég held að það hafi verið 20-30 sekúndur eftir af leiknum þegar markið kom og við náðum bara ekki að díla nógu vel við þessa fyrirgjöf og hún fór yfir hinumegin og aftur fyrir þannig það var svekkjandi að ná ekki halda þessu í 1-0."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvort þetta hafi verið slakasti leikur Vals í sumar.

„Þetta var ekki okkar slakasti en fyrri hálfleikurinn var ekki góður, lítið flot á boltanum. Mér fannst Víkingarnir bara miklu hungraðri í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum um leið og við fórum að setja tempó í þetta og skipta boltanum milli vængja þá gekk þetta fínt."

„Vonbrigðin voru þau að síðustu tuttugu mínúturnar þá áttum við gríðarlega mikla möguleika á að fá góðar skyndisóknir en tókum rangar ákvarðanir á boltanum."

Þriðjungur er búin af Pepsi Max-deildinni. Er Heimir sáttur með þessa sjö leiki sem eru búnir í deildinni?

„Við erum sáttir við stigasöfnunina en eins og ég hef sagt áður þá þýðir lítið fyrir okkur að vera tala um það að við þurfum að spila betur, við þurfum að fara gera það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner