Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 07. júní 2021 22:35
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Þýðir lítið fyrir okkur að vera tala um það
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur mættust í toppslag á Origovellinum á Hlíðarenda í kvöld og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli en Valsmenn fengu á sig jöfnunarmark á 95 mínútu þegar Nikolaj Hansen skoraði.

„Ég held að það hafi verið 20-30 sekúndur eftir af leiknum þegar markið kom og við náðum bara ekki að díla nógu vel við þessa fyrirgjöf og hún fór yfir hinumegin og aftur fyrir þannig það var svekkjandi að ná ekki halda þessu í 1-0."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvort þetta hafi verið slakasti leikur Vals í sumar.

„Þetta var ekki okkar slakasti en fyrri hálfleikurinn var ekki góður, lítið flot á boltanum. Mér fannst Víkingarnir bara miklu hungraðri í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum um leið og við fórum að setja tempó í þetta og skipta boltanum milli vængja þá gekk þetta fínt."

„Vonbrigðin voru þau að síðustu tuttugu mínúturnar þá áttum við gríðarlega mikla möguleika á að fá góðar skyndisóknir en tókum rangar ákvarðanir á boltanum."

Þriðjungur er búin af Pepsi Max-deildinni. Er Heimir sáttur með þessa sjö leiki sem eru búnir í deildinni?

„Við erum sáttir við stigasöfnunina en eins og ég hef sagt áður þá þýðir lítið fyrir okkur að vera tala um það að við þurfum að spila betur, við þurfum að fara gera það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner