Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. júní 2022 10:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur mætir Levadia í Meistaradeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun var dregið í umspil fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu og voru Íslandsmeistarar Víkings í hattinum.

Niðurstaðan er sú að Víkingur mun spila gegn eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrslitum umspilsins. Sigurvegari leiksins mætir svo sigrvegaranum úr leik La Fiorita FC (San Marínó) og Inter Club d'Escaldes (Andorra) í úrslitaleik um sæti í forkeppninni.

Allir leikirnir, undanúrslitin og úrslitin, fara fram á Víkingsvelli. Undanúrslitaleikirnir fara fram 21. júní og úrslitaleikurinn þann 24. júní.

Víkingur greinir frá því á Twitter reikningi sínum að miðasala á leikina muni hefjast seinna í þessum mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner