Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 07. júlí 2023 22:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Vitum að þetta er langt mót
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Þú talar bara eins og við höfum ekki unnið leik í langan tíma en þetta er svo sem bara mjög góður sigur og gott að vinna." Sagði Óskar Harfn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Fylkir er með öflugt lið jafnvel þó að stigasöfnun og kannski staðan þeirra í töflunni segi eitthvað annað að þá eru þeir með gott lið sem er erfitt að spila á móti, orkumikið og lið með sjálfstraust þannig bara flottur sigur." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í rúman mánuð í bestu deildinni en Óskar vildi ekki meina að þetta sæti eitthvað í mönnum.

„Nei það var enginn held ég að spá í það því jú við töpuðum fyrir HK og síðan gerðum við jafntefli við Víking á heimavelli, Keflavík og FH á útivelli, tveir erfiðir útivellir þannig það var svo sem enginn að fara sérstaklega á taugum. Við vitum að þetta er langt mót og þú vinnur ekki alla leiki og við getum ekki verið að eltast við eitthvað svoleiðis."

„Inn í þessu er svo bikarleikur sem að við vinnum og svo kemur inn í þetta Evrópuleikir sem að við vinnum þannig að það er bara fín stemning í Kópavoginum."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner