Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   fös 07. júlí 2023 22:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Vitum að þetta er langt mót
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Þú talar bara eins og við höfum ekki unnið leik í langan tíma en þetta er svo sem bara mjög góður sigur og gott að vinna." Sagði Óskar Harfn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Fylkir er með öflugt lið jafnvel þó að stigasöfnun og kannski staðan þeirra í töflunni segi eitthvað annað að þá eru þeir með gott lið sem er erfitt að spila á móti, orkumikið og lið með sjálfstraust þannig bara flottur sigur." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í rúman mánuð í bestu deildinni en Óskar vildi ekki meina að þetta sæti eitthvað í mönnum.

„Nei það var enginn held ég að spá í það því jú við töpuðum fyrir HK og síðan gerðum við jafntefli við Víking á heimavelli, Keflavík og FH á útivelli, tveir erfiðir útivellir þannig það var svo sem enginn að fara sérstaklega á taugum. Við vitum að þetta er langt mót og þú vinnur ekki alla leiki og við getum ekki verið að eltast við eitthvað svoleiðis."

„Inn í þessu er svo bikarleikur sem að við vinnum og svo kemur inn í þetta Evrópuleikir sem að við vinnum þannig að það er bara fín stemning í Kópavoginum."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner