Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
   fös 07. júlí 2023 22:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Vitum að þetta er langt mót
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Þú talar bara eins og við höfum ekki unnið leik í langan tíma en þetta er svo sem bara mjög góður sigur og gott að vinna." Sagði Óskar Harfn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Fylkir er með öflugt lið jafnvel þó að stigasöfnun og kannski staðan þeirra í töflunni segi eitthvað annað að þá eru þeir með gott lið sem er erfitt að spila á móti, orkumikið og lið með sjálfstraust þannig bara flottur sigur." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í rúman mánuð í bestu deildinni en Óskar vildi ekki meina að þetta sæti eitthvað í mönnum.

„Nei það var enginn held ég að spá í það því jú við töpuðum fyrir HK og síðan gerðum við jafntefli við Víking á heimavelli, Keflavík og FH á útivelli, tveir erfiðir útivellir þannig það var svo sem enginn að fara sérstaklega á taugum. Við vitum að þetta er langt mót og þú vinnur ekki alla leiki og við getum ekki verið að eltast við eitthvað svoleiðis."

„Inn í þessu er svo bikarleikur sem að við vinnum og svo kemur inn í þetta Evrópuleikir sem að við vinnum þannig að það er bara fín stemning í Kópavoginum."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner