Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 07. júlí 2023 22:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Vitum að þetta er langt mót
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Þú talar bara eins og við höfum ekki unnið leik í langan tíma en þetta er svo sem bara mjög góður sigur og gott að vinna." Sagði Óskar Harfn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Fylkir er með öflugt lið jafnvel þó að stigasöfnun og kannski staðan þeirra í töflunni segi eitthvað annað að þá eru þeir með gott lið sem er erfitt að spila á móti, orkumikið og lið með sjálfstraust þannig bara flottur sigur." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í rúman mánuð í bestu deildinni en Óskar vildi ekki meina að þetta sæti eitthvað í mönnum.

„Nei það var enginn held ég að spá í það því jú við töpuðum fyrir HK og síðan gerðum við jafntefli við Víking á heimavelli, Keflavík og FH á útivelli, tveir erfiðir útivellir þannig það var svo sem enginn að fara sérstaklega á taugum. Við vitum að þetta er langt mót og þú vinnur ekki alla leiki og við getum ekki verið að eltast við eitthvað svoleiðis."

„Inn í þessu er svo bikarleikur sem að við vinnum og svo kemur inn í þetta Evrópuleikir sem að við vinnum þannig að það er bara fín stemning í Kópavoginum."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner