Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 07. júlí 2023 22:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Vitum að þetta er langt mót
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Þú talar bara eins og við höfum ekki unnið leik í langan tíma en þetta er svo sem bara mjög góður sigur og gott að vinna." Sagði Óskar Harfn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Fylkir er með öflugt lið jafnvel þó að stigasöfnun og kannski staðan þeirra í töflunni segi eitthvað annað að þá eru þeir með gott lið sem er erfitt að spila á móti, orkumikið og lið með sjálfstraust þannig bara flottur sigur." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í rúman mánuð í bestu deildinni en Óskar vildi ekki meina að þetta sæti eitthvað í mönnum.

„Nei það var enginn held ég að spá í það því jú við töpuðum fyrir HK og síðan gerðum við jafntefli við Víking á heimavelli, Keflavík og FH á útivelli, tveir erfiðir útivellir þannig það var svo sem enginn að fara sérstaklega á taugum. Við vitum að þetta er langt mót og þú vinnur ekki alla leiki og við getum ekki verið að eltast við eitthvað svoleiðis."

„Inn í þessu er svo bikarleikur sem að við vinnum og svo kemur inn í þetta Evrópuleikir sem að við vinnum þannig að það er bara fín stemning í Kópavoginum."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner