Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 07. ágúst 2020 09:42
Magnús Már Einarsson
Þrír sóknarmenn Man Utd tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn
Enska úrvalsdeildin hefur tilnefnt átta leikmenn sem koma til greina sem besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu.

Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood, sóknarmenn Manchester United, eru allir á listanum en þeir skoruðu samtals 44 mörk í deildinni á þessu tímabili.

Verðlaunin verða afhent næstkomandi fimmtudag en síðar í dag kemur listi yfir tilnefningar á leikmanni tímabilsins og besta stjóranum.

Þeir sem eru tilnefndir
Trent Alexander-Arnold (Liverpool)
Jack Grealish (Aston Villa)
Mason Greenwood (Manchester United)
Dean Henderson (Manchester United/Sheffield United)
Anthony Martial (Manchester United)
Mason Mount (Chelsea)
Christian Pulisic (Chelsea)
Marcus Rashford (Manchester United)


Athugasemdir