Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. ágúst 2022 12:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Ronaldo á bekknum og Eriksen byrjar
Mynd: Getty Images

Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni þetta árið lýkur í dag. Tveir leikir hefjast klukkan 13 en byrjunarliðin eru klár.


Manchester United fær Brighton í heimsókn. Anthony Martial er meiddur en Bruno Fernandes, Jadon Sancho og Marcus Rashford leiða línuna.

Þá er Christian Eriksen á miðjunni.

Levi Colwill sem gekk til liðs við Brighton frá Chelsea á láni er ekki í hóp. Þá er Deniz Undav á bekknum.

Leicester mætir Brentford. Danny Ward er á milli stanganna hjá Leicester þar sem Kasper Schmeichel gekk til liðs við Nice á dögunum. Brendan Rodgers stillir upp í þriggja manna varnarlínu.

Aaron Hickey og Ben Mee eru í vörninni hjá Brentford.

Man Utd: De Gea, Dalot, Maguire, Martinez, Shaw, Fred, McTominay, Eriksen, Fernandes, Sancho, Rashford.

Brighton: Sanchez, Veltman, Webster, Dunk, Mac Allister, Gross, Caicedo, Trossard, Lallana, March, Welbeck.


Leicester: Ward; Fofana, Evans, Amartey; Justin, Ndidi, Tielemans, Castagne; Dewsbury-Hall, Maddison, Vardy.

Brentford: Raya; Hickey, Jansson, Mee, Henry; Norgaard, Jensen, Janelt; Wissa, Mbeumo, Toney.


Athugasemdir
banner
banner