Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 07. ágúst 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester blandar sér í baráttuna um Richardson
Leicester City er búið að blanda sér í baráttuna um fransk-marokkóska miðjumanninn Amir Richardson. Athletic greinir frá.

Richardson leikur fyrir Reims í Frakklandi og kostar rúmlega 15 milljónir evra, en hann er 22 ára gamall og er varnarsinnaður að upplagi.

Leicester er í baráttu við félög úr ítalska boltanum sem hafa áhuga á Richardson eftir flotta frammistöðu með Marokkó á Olympíuleikunum.

Richardson kom við sögu í 28 leikjum með Reims í frönsku deildinni á síðustu leiktíð og hefur Leicester verið að fylgjast með honum síðustu misseri.

Richardson er tæpir 2 metrar á hæð og hefur einnig spilað fyrir Le Havre í franska boltanum.
Athugasemdir
banner