Marco Curto, leikmaður Como, hefur verið dæmdur í tíu leikja bann fyrir rasisma í garð Hwang Hee-chan, leikmann Wolves, í leik liðanna á undirbúningstímabilinu.
Hann mun missa af fimm leikjum en fimm leikir eru á skilorði næstu tvö árin. Curto er ekki í herbúðum Como en hann er á láni hjá Cesena í B-deildinni á Ítalíu.
Como viðurkenndi að hann hafi verið að grínast með nafn Hwang en hafi ekki verið með kynþáttafordóma.
„Hundsið hann, hann heldur að hann sé Jackie Chan," sagði Curto.
Þá hefur FIFA dæmt hann til að fara í samfélagsþjónustu og sækja námskeið.
Athugasemdir