Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 07. nóvember 2022 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltinn féll langt í skuggann - „Þetta er hræðilegt land"
Íslenska landsliðið við æfingar í Abú Dabí.
Íslenska landsliðið við æfingar í Abú Dabí.
Mynd: KSÍ
Það hefði verið gaman að sjá svona skilaboð frá KSÍ og íslenska landsliðinu. Þetta er mynd af þýska landsliðinu fyrir leik gegn Íslandi í fyrra. Þarna er verið að mótmæla mannréttindabrotum fyrir HM í Katar.
Það hefði verið gaman að sjá svona skilaboð frá KSÍ og íslenska landsliðinu. Þetta er mynd af þýska landsliðinu fyrir leik gegn Íslandi í fyrra. Þarna er verið að mótmæla mannréttindabrotum fyrir HM í Katar.
Mynd: Getty Images
Frá EM í sumar. Á myndinni eru (frá vinstri) Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri. Rakel Hönnudóttir, fyrrum landsliðskona, er einnig með þeim en hún var heiðursgestur á þessum leik.
Frá EM í sumar. Á myndinni eru (frá vinstri) Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri. Rakel Hönnudóttir, fyrrum landsliðskona, er einnig með þeim en hún var heiðursgestur á þessum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu í Abú Dabí.

Þessi vináttuleikur var vægast sagt umdeildur og má segja að fótboltinn hafi fallið í skuggann í gær.

Það hefur verið talsvert gagnrýnt að KSÍ hafi samþykkt að spila vináttuleik við Sáda í ljósi mikilla mannréttindabrota í landinu. Sögusagnir eru um að KSÍ hafi fengið umtalsvert fjármagn til að taka þennan leik en upphæðin er trúnaðarmál að sögn KSÍ.

Ísland varð í gær fyrsta Norðurlandaþjóðin til að spila leik við Sádí-Arabíu, og það gerðum við sjálfviljug. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur talað um það að koma skilaboðum á framfæri í tengslum við þennan leik. Þangað til annað kemur í ljós, þá ætlar undirritaður að giska á að það skili mjög litlum árangri. Og þangað til annað kemur í ljós þá snerist þessi leikur aðallega um tvennt: Hvítþvott í gegnum íþróttir og peninga.

Sjá einnig:
Erum að hjálpa Sádí-Arabíu í hvítþvættinum - „Er ekki allt í lagi?"

Rætt var um leikinn í útvarpsþættinum í gær. „Við erum kannski með verstu verðbólguna 'per capita' en samt sem áður fallegustu konurnar, sterkustu karlana og hreinasta vatnið. Að vera með mestu aftökurnar, drepa mest af eigin fólki fyrir "skelfilega hluti" eins og framhjáhald og samkynhneigð... þetta er hræðilegt land," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

„Vanda segist ætla að taka samtalið - eins og enginn hafi reynt það. Við erum að taka mjög virkan þátt í íþrótta hvítþvætti. Það er það eina sem við erum að gera með þessu."

„Við erum að taka við blóðpeningum til að rétta við rekstur sambandsins," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það er svo lítið gagnsæi að það er meira að segja sagt að þau ætli ekki að segja okkur þetta. Ég vil benda á það að KSÍ eru félögin í landinu og félögin eiga að vita hvað er að gerast þarna inni. Peningurinn á ekki að vera falinn fyrir einhverjum öðrum, það á að ríkja gagnsæi með þetta. Að KSÍ vill ekki gefa upp hversu mikinn pening þau fá, það þýðir væntanlega að þau hálf partinn skammast sín fyrir þessa upphæð - peninginn sem þau fá fyrir að spila við þessa hræðilegu þjóð," sagði Tómas en það er trúnaður um samningsatriði í tengslum við þennan leik.

„Það hefur engin Norðurlandaþjóð spilað síðan 2006. En við erum alveg klár ef við fáum 50-100 milljónir í kassann. Þá getum við gleymt einhverjum mannréttindabrotum."

Einnig var rætt um HM í Katar í þættinum og það að FIFA væri að pressa á þáttökuþjóðir að hætta að spá í mannréttindum í Katar - sem hafa verið mikið í umræðunni fyrir mótið - og fara að einbeita sér að fótboltanum.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir, Arsenal og Danni Hafsteins
Athugasemdir
banner
banner
banner