Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry gagnrýninn á Mbappe - „Held að liðið sé pirrað á honum"
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Real Madrid að undanförnu. Núna hefur landi hans, Thierry Henry, bæst í hóp gagnrýnenda.

Mbappe gekk í raðir Real Madrid frá Paris Saint-Germain síðastliðið sumar og átti að taka hlutina upp á næsta skref, en annað hefur komið á daginn.

Mbappe er húðlatur varnarlega og það setur allt Real Madrid liðið í ójafnvægi. Innkoma Mbappe hefur til dæmis haft mjög slæm áhrif á Jude Bellingham sem hefur lítið sýnt á þessu tímabili.

„Ég held að liðið sé pirrað á honum, og ég skil það," sagði Henry í sjónvarpinu eftir tap Real Madrid gegn AC Milan.

„Mbappe verður að bæta sig því þetta getur ekki versnað," sagði franska goðsögnin jafnframt og bætti við að Bellingham sé að reyna að spila sem bæði miðjumaður og sóknarmaður þar sem Mbappe hleypur ekki neitt.
Athugasemdir
banner
banner