Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Munu Toney og Frank sameinast á ný?
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham, vill fá Ivan Toney aftur til liðs við sig en talkSPORT greinir frá þessu.

Enski framherjinn er leikmaður Al-Ahli í Sádi-Arabíu en hann gekk til liðs við félagið í fyrra frá Brentford.

Hann spilaði undir stjórn Frank hjá Brentford en hann skoraði 72 í 141 leik fyrir liðið.

Toney gæti séð þetta sem gott skref til að sýna sig fyrir Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands, fyrir HM á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner