Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 08. janúar 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Nagelsmann blæs á Dortmund sögusagnir
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann geti tekið við Borussia Dortmund.

Hinn 33 ára gamli Nagelsmann hefur vakið athygli á þjálfaraferli sínum en hann hefur verið orðaður við Dortmund eftir að Lucien Favre var rekinn á dögunum.

Edin Terzic stýrir Dortmund tímabundið þessa dagana en leit stendur yfir að þjálfara til framtíðar.

„Mér líður vel og ég er með stór markmið sem ég vil ná með Leipzig. Það er engin ástæða fyrir fólk hjá RB Leipzig að vera stressað varðandi Dortmund," sagði Nagelsmann.

Dortmund og Leipzig mætast á morgun en þessi lið eru að reyna að nálgast topplið Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir