Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   mið 08. janúar 2025 15:34
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui rekinn frá West Ham (Staðfest) - Potter að taka við
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Graham Potter er að taka við West Ham.
Graham Potter er að taka við West Ham.
Mynd: Getty Images
„Fyrri helmingur tímabilsins 2024-25 hefur ekki verið í samræmi við metnað félagsins og félagið hefur því gripið til aðgerða,“ segir í yfirlýsingu West Ham en félagið er búið að reka Julen Lopetegui.

Graham Potter verður að öllum líkindum ráðinn í hans stað en félagið hefur samþykkt kröfur hans um að bjóða honum tveggja og hálfs árs samning. Potter verður við stjórnvölinn á föstudag þegar West Ham leikur bikarleik gegn Aston Villa.

Lopetegui er 58 ára Spánverji sem var ráðinn í maí eftir að David Moyes yfirgaf West Ham. Hann tók formlega við stjórnartaumunum þann 1. júlí en Hamrarnir unnu bara sex úrvalsdeildarleiki undir hans stjórn.

4-1 tapið gegn Manchester City á laugardaginn var níunda tap hans í 20 deildarleikjum á þessu tímabili en liðið er í 14. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 20 14 5 1 48 20 +28 47
2 Arsenal 21 12 7 2 41 19 +22 43
3 Nott. Forest 21 12 5 4 30 20 +10 41
4 Newcastle 21 11 5 5 37 22 +15 38
5 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
6 Man City 21 10 5 6 38 29 +9 35
7 Aston Villa 21 10 5 6 31 32 -1 35
8 Bournemouth 21 9 7 5 32 25 +7 34
9 Brighton 21 7 10 4 32 29 +3 31
10 Fulham 21 7 9 5 32 30 +2 30
11 Brentford 21 8 4 9 40 37 +3 28
12 Man Utd 21 7 5 9 26 29 -3 26
13 West Ham 21 7 5 9 27 41 -14 26
14 Tottenham 21 7 3 11 43 32 +11 24
15 Crystal Palace 21 5 9 7 23 28 -5 24
16 Everton 20 3 8 9 15 26 -11 17
17 Wolves 21 4 4 13 31 48 -17 16
18 Ipswich Town 21 3 7 11 20 37 -17 16
19 Leicester 21 3 5 13 23 46 -23 14
20 Southampton 21 1 3 17 13 47 -34 6
Athugasemdir
banner
banner