Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. febrúar 2021 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Gascoigne skallaði lík föður síns
Paul Gascoigne er litríkur og talar aldrei undir rós
Paul Gascoigne er litríkur og talar aldrei undir rós
Mynd: Getty Images
Paul Gascoigne, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, segist hafa skallað og lamið lík föður síns er hann féll frá fyrir þremur árum en hann segir frá sambandi þeirra í hlaðvarpsþættinum Anything Goes.

Gascoigne er án efa einn hæfileikaríkasti fótboltamaður Englands frá upphafi en mikil óregla í einkalífinu setti svartan blett á fótboltaferilinn.

Hann var á hátindi ferilsins árið 1990 en þá var hann valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins á Ítalíu og vann þá enska bikarinn með Tottenham ári síðar.

Gazza er litríkur karakter en hann missti föður sinn úr krabbameini fyrir þremur árum.

„Þegar hann lést og allir voru farnir úr herberginu þá hoppaði ég á rúmið hans og lamdi hann. Ég skallaði hann og kýldi hann nokkrum sinnum en eftir það þá faðmaði ég hann í 45 mínútur," sagði Gascoigne.

„Ég sakna hans mest á laugardögum en hann var svo þurr á manninn. Hann talaði við alla aðra nema mig."

„Ég hafði gaman af því að ferðast með honum um allan heim þegar ég var að spila. Ég er í góðu lagi í augnablikinu en ég mun hugsa um þetta og alla góðu tímana sem við áttum saman."

„Ég keypti örugglega 80 bíla og 18 báta og hús handa honum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner