Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 08. febrúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Klopp reiður við fréttamann - Sagði bilið í Manchester City 13 stig
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, brást illa við spurningu frá fréttamanni frá Ísrael eftir 4-1 tapið gegn Manchester City í gær.

Fréttamaðurinn spurði hvort að Liverpool geti ennþá barist um meistaratitilinn þegar liðið er tíu stigum á eftir Manchester City en City á einnig leik til góða.

Klopp var ekki ánægður með spurninguna og sagði að bilið sé 13 stig, þó að það sé í raun 10 stig.

Klopp lét síðan meira í sér heyra og virkaði allt annað en ánægður.

Hér að neðan má sjá viðbrögð Klopp.


Athugasemdir
banner