Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   mán 08. febrúar 2021 18:19
Enski boltinn
„Pirringur í Liverpool samfélaginu"
„Það lítur út fyrir að Jurgen Klopp sé búinn að missa klefann og stuðningsmenn eru orðnir pirraðir út Klopp sem er eiginlega galið. Maður hélt aldrei að það mndi gerast," sagði Hlynur Valsson, lýsandi hjá Símanum, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag þar sem rætt var um 4-1 tap Liverpool gegn Manchester City í gær.

Eftir 62 leiki í röð án taps í ensku úrvalsdeildinni á Anfield þá hefur Liverpool tapað þremur leikjum í röð á heimavelli.

„Það virðist vera pirringur í Liverpool samfélaginu og liðinu. Manchester City mætti þeim á besta tíma og hömruðu járnið meðan það var heitt og slátruðu þessum leik."

Liverpool er í 4. sæti í augnablikinu en mörg lið eru þar fyrir aftan í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

„Þeir eru í miðjunni á slæma kaflanum. Þeir eru algjörlega í auga stormsins. Ég held að þeir komi til baka. Þegar þessir miðverðir sem þeir fengu fara að spila þá getur Henderson farið að spila á miðjunni og þá kannski ná þeir meira jafnvægi í sínum leik," sagði Jóhann Már Helgason.

„Þeir koma til baka. Ég hef persónulega engar áhyggjur af þeim í topp fjórum. Þeir þurfa bara fara að fá miðvörð í gang."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var meira rætt um Liverpool. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - City kláraði pirraða Liverpool menn
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
15 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner