Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. apríl 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eiginhandaráritun Haaland útskýrð
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli eftir leik Manchester City gegn Borussia Dortmund þegar aðstoðardómarinn Octavian Sovre stöðvaði Erling Braut Haaland í leikmannagöngunum og bað um eiginhandaráritun.

Sparkspekingurinn og atvinnumaðurinn fyrrverandi Owen Hargreaves var meðal þeirra sem töldu þetta líta illa út fyrir dómarann en nú hefur þetta verið útskýrt.

Rúmenski dómarinn Sovre hjálpar til í miðstöð fyrir einhverfa og nýtti tækifærið til að fá eiginhandaráritun hjá einum heitasta knattspyrnumanni heims.

Áritunin verður seld og ágóðin mun renna til starfsins og verður nýttur til að bæta líf einhverfra.
Athugasemdir
banner
banner