Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Hef ekki hugmynd um hvernig við fórum að þessu
Jürgen Klopp skilur ekkert í því hvernig liðið er komið með 92 stig
Jürgen Klopp skilur ekkert í því hvernig liðið er komið með 92 stig
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var sáttur með sína menn í 3-1 sigrinum á Brighton í kvöld en Liverpool er aðeins níu stigum frá því að bæta stigametið í deildinni.

Mohamed Salah skoraði tvö og lagði svo upp mark fyrir Jordan Henderson í leiknum en Liverpool er nú með 92 stig, 23 stigum meira en Manchester City þegar fjórir leikir eru eftir.

Klopp var afar hrifinn af liði Brighton og upplegginu hjá Graham Potter, stjóra liðsins.

„Ég sá tvö mjög góð lið í kvöld. Bæði lið að reyna að spila fótbolta. Þeir voru með hugrakka uppstillingu en við vorum með ofurlausn við því. Hápressan hjá okkur var mögnuð en þegar við töpuðum boltanum á röngu augnabliki þá gat það reynst okkur erfitt," sagði Klopp.

„Þeir áttu skilið að skora, þannig við þurftum að aðlaga okkur betur og staðsetja okkur betur á miðjunni og það hjálpaði. Við byrjuðum frábærlega og enduðum þetta vel líka. Ég ber ómælda virðingu fyrir Graham Potter og því sem hann er að gera með Brighton og þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir."

Hinn 19 ára gamli Neco Williams byrjaði í vinstri bakverðinum í kvöld en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans í deildinni. Hann spiar iðulega hægra megin á vellinum en Klopp var ánægður með framlag hans.

„Eina ástæðan fyrir því að ég tók Neco Williams af velli er af því hann fékk gult spjald. Hann var góður en ég get ekki beðið 19 ára leikmann um sleppa því að berjast um boltann á gulu spjaldi. Við fórum fram á mikið í dag með því að spila honum vinstra megin á vellinum og ég bað hann um að pressa mikið. Við báðum um mikið en hann gat þetta og var góður en það var of mikið að biðja um meira á gulu spjaldi."

Liverpool er með 92 stig og þarf aðeins níu stig í síðustu fjórum leikjunum til að bæta stigametið í deildinni. Manchester City á metið en liðið endaði með 100 stig árið 2018.

„Mér finnst það ekki mikilvægt. Ég hef engan áhuga á þessu en ég vil vinna leiki. Þetta er sennilgea mikilvægt fyrir þá sem fylgjast með íþróttum en við erum meistarar og þá gætu menn byrjað að slaka en það er ekki þannig hér. Strákarnir halda bara áfram að keyra á þetta."

„Við erum núna með 92 stig. Við fengum 97 stig á síðustu leiktíð og erum með fimm stigum meira en á sama tíma á tímabilinu í fyrra. Það er ótrúlegt og ég hef ekki hugmynd hvernig við fórum að þessu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner