Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. ágúst 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
David Silva kvaddi heimavöllinn með svarthvítri mynd
Síðasti heimaleikurinn sem leikmaður Manchester City
Silva undir lok leiksins í gær.
Silva undir lok leiksins í gær.
Mynd: Getty Images
David Silva lék í gærkvöld sinn síðasta heimaleik sem leikmaður Manchester City. Hann mun yfirgefa herbúðir liðsins eftir að það lýkur þátttöku í Meistaradeild Evrópu núna í ágúst.

City er komið í 8-liða úrslit eftir tvo 2-1 sigra gegn Real Madrid í 16-liða úrsitum Meistaradeildarinnar og heldur nú til Portúgal þar sem 8-liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram.

Samningur Silva er að renna út og er talsvert síðan hann gaf út að hann ætlaði að halda annað eftir þessa leiktíð. Hann hefur mest verið orðaður við Lazio í ítölsku Serie A.

Silva gekk í raðir City árið 2010 og hefur því verið í tíu ár hjá félaginu og verður að öllum líkindum minnst sem einn allra besti miðjumaður sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni.

Silva, sem er 34 ara gamall, kom inn á í lokaleiknum sínum á Etihad á 81. mínútu í gær. Eftir leikinn birti hann á Twitter mynd af sér á leikvanginum og er hún í svarthvítu.


Athugasemdir
banner
banner
banner