Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 08. ágúst 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 11. umferðar - Efstu liðin eiga flesta fulltrúa
Áslaug Munda hefur komið sterk inn í lið Breiðabliks í sumar.
Áslaug Munda hefur komið sterk inn í lið Breiðabliks í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murphy Agnew er búin að vera öflug í sumar.
Murphy Agnew er búin að vera öflug í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna. Núna er komið að úrvalsliði elleftu umferðar sem kláraðist síðasta föstudag.

Það eru Valur og Breiðablik sem eiga flesta fulltrúa í liðinu eftir sannfærandi sigra í umferðinni.



Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar eftir sannfærandi sigur toppliðsins á Þór/KA, 3-0. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen voru bestu leikmenn Vals í þeim leik.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur komið gríðarlega sterk inn í lið Breiðabliks í sumar og er í þriðja sinn í lið umferðarinnar. Hún var öflug í 3-0 sigri Blika á Keflavík. Birta Georgsdóttir er einnig í úrvalsliðinu í þriðja sinn eftir frammistöðu sína í þeim leik. Clara Sigurðardóttir var þá einnig öflug í liði Blika.

Murphy Agnew hefur verið öflug í liði Þróttar í sumar og átti stórleik gegn Aftureldingu. Þar átti Ólöf Sigríður Kristinsdóttir jafnframt góðan leik en hún er að stíga upp úr meiðslum.

Málfríður Erna Sigurðardóttir var stórkostleg í sigri Stjörnunnar á KR en þar var Marcy Barberic best í liði KR.

Þá voru Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Bergrós Ásgeirsdóttir bestar í markalausu jafntefli Selfoss og ÍBV.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner